„Ég vil geta lagst í söguna og gleymt mér alveg í henni og í karakterum. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað nýtt af nálinni svo framarlega sem það er vandað til verka. Ég vil algjörlega geta grátið þegar karakterinn missir tebolla,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um það sem einkennir góða mynd að hans mati. Baldvin er á meðal þekktustu kvikmyndagerðarmanna landsins og hefur m.a. fært okkur Vonarstræti og þriðju seríuna af Rétti, sem hóf göngu sína nýlega.

Baldvin leiðir okkur í gegnum topp 5 uppáhaldsmyndirnar sínar og er öruggt að undirstrika að hér sé um smekksmann að ræða:

 

#5. THE GODFATHER: PART II (1974) – Francis Ford Coppola


Reyndar er öll trílógían í miklu uppáhaldi hjá mér en nr. tvö stendur upp úr. Ég elska strúktúrinn á myndinni og það þarf ekki að tala um leik og leikstjórn. Lokasenan, þegar Brando er off-screen, er í miklu uppáhaldi. Einnig er gaman að horfa á „making off-ið“ til þess að átta sig á því af hverju hann er off-screen í þeirri senu. Horfði á þessa seríu fyrst þegar ég var um 16 ára og hún hafði mikil áhrif á mig þá og gerir það enn í dag.

 

#4. FIGHT CLUB (1999) & SEVEN (1995) – David Fincher


http://joshmosey.files.wordpress.com/2012/09/tyler_durden.jpg?resize=618%2C347
http://esenciacine.files.wordpress.com/2012/03/seven050211.jpg?resize=617%2C413

„Ég verð hreinlega að setja þær báðar. Hef aldrei upplifað eins tilfinningar í bíó og þegar ég sá þessar tvær.
David Fincher er hreint út sagt frábær leikstjóri og þessar myndir eru svo miklu betri en bara góðar. Ég horfi á þær reglulega.“

 

#3. MAGNOLIA (1999) – Paul Thomas Anderson


DH Wallpapers

„Allar hans myndir frá Paul Thomas Anderson eru skemmtilegar stúdíur. Hann fer sínar leiðir til að segja mjög góðar sögur.
Leikarar eru yfirleitt aðeins betri í hans myndum en öðrum, sbr Tom Crusie sem hefur aldrei verið betri en hjá
honum en í Magnolia. Ótrúleg mynd.“

 

#2. A CLOCKWORK ORANGE (1971) – Stanley Kubrick


https://i0.wp.com/4.bp.blogspot.com/-szNpmBhHhXk/T5RQLuzKlTI/AAAAAAAACMM/sJgOtfJOpZM/s1600/5.jpg?resize=618%2C376

„Ég eyddi unglingsárunum mínum að velta mér upp úr Stanley Kubrick. Ég nefni A Clockwork Orange því það var
fyrsta myndin sem ég sá eftir Stanley, þó finnst mér sumar myndirnar hans hreinlega leiðinlegar, en það verður aldrei
annar Stanley. Allar myndirnar hans voru tímamótaverk, þó að fólk hafi ekkert endilega skilið það á sínum tíma. Orange er hreinræktuð klassík.“

 

#1. REQUIEM FOR A DREAM (2000) – Darren Aronofsky


https://i0.wp.com/www.hotflick.net/flicks/2000_Requiem_for_a_Dream/fhd000DFR_Jennifer_Connelly_009.jpg?resize=618%2C349
„Darren er maðurinn… Svo einfalt er það.“