Ein stærsta mynd allra tíma kemur út núna á fimmtudaginn, eða aðfaranóttina, og verður því eflaust gríðarlegt magn af spillum, umfjöllunum og skoðunum á netinu aðeins nokkrum mínútum eftir frumsýningu.

CaptureÞar sem hjá Bíóvefnum hötum spilla þá höfum við fundið leið til að koma í veg fyrir það að handahófskenndur vinur okkar segi alltof mikið um myndina í FB status eða við rekumst óvart á leiðinlega gleðispilla á netinu. Vefsíðan unblock.tv bíður upp á galdralausnina svo að við sjáum ekki eitthvað sem við viljum ekki sjá.

Unspoiler.tv virkar svo einfaldlega að þú nærð í forritið og velur svo að blocka allt Star Wars tengt, best er að setja inn eins mörg stikkorð og hægt er bæði titil, undirtitil og leikara.

Forritið sér þá um að setja risastóran rauðan borða yfir allt sem tengist Star Wars og passar upp á að engin eyðileggi fyrir þig myndina áður en þú nærð að kíkja á hana í bíó. Forritið virkar þó aðeins með google chrome þannig að firefox aðdéndur verða bara að bíta í það súra þangað til að þeir henda sér á myndina.