“Family no more.”

Þessi sería er að verða með þeim langlífari. Þetta er áttunda “Furious” myndin og mér fannst ég finna fyrir því. Gömlu töffarastælarnir voru orðnir svolítið þreyttir og eltingaleikirnir mjög kunnuglegir. Myndin er samt ágætis afþreying, þó ekki eins góð og síðasta. Ég hafði mest gaman af eftirfarandi staðsetningum: Havana, Berlín, New York og svo auðvitað frostinu á Íslandi. Charlize Theron var allt í lagi illmenni og Vin Diesel var bestur af genginu eins og vanalega. Þetta er mynd sem blandast samstundis við allar hinar myndinar og sker sig lítið úr. Það er kominn tími til að hrista aðeins upp í þessu.

“One thing I can guarantee… no one’s ready for this.”

 

Leikstjóri: F. Gary Gray (Friday, The Negotiator, Straight Outta Compton)