„Justice is swift. Vengeance is faster.“

Annað slagið er ég í stuði til að setja heilalausa hasarmynd í tækið. Ég ákvað því að kíkja á Faster…eða Slower eins og hún ætti að heita. Mér fannst þessi mynd skríða áfram á hraða snigils með göngugrind. Dwayne „The Rock“ Johnson er almennt góður í svona myndum og hann var ekki vandamálið í Faster. Billy Bob Thornton var ekki meira en ágætur en það var fyrst og fremst handritið sem var vandamálið. Sagan var langt frá því að vera áhugaverð og það vantaði alvöru hreðjar. Jú jú, það voru einhverjir skotbardagar en þessir gaurar þurfa að finna eintak af The Killer eða bara Shoot ‘Em Up til að læra af mistökum sínum.

„I created my own hell.“

Leikstjóri: George Tillman Jr. (Soul Food, Men of Honor)