Eins og alþjóð veit þá mun eitthvað af Íslandi spila hlutverk í Fast 8, Akranes hvað mest, en fyrir stuttu fengum við að vita aðeins meira um næstu framhöld þökk sé Vin Diesel. Leikarinn birti á Instagram síðunni sinni útgáfudaga á Fast & Furious 9 og 10 eða er það Fast 9 og 10?

Nöfnin í þessari kvikmyndaséríu hættu að meika eitthvað vit frá og með 2 fast 2 furious.

A photo posted by Vin Diesel (@vindiesel) on

Eins og sést á myndinni líður alltaf tvö ár á milli mynda: Fast 8 8.apríl 2017, Fast 9 19.apríl 2019 og að lokum Fast 10 2.apríl 2021. Sem þýðir það að þessi sería er búinn að plana lengra fram í tímann heldur en Marvel.

Síðan er spurningin hver(jir) mun(u) leikstýra Fast 9 og 10? Verður það F. Gary Gray – leikstjóri Fast 8 – eða mun Justin Lin koma og ljúka séríunni sem hann hjálpaði að byggja upp? Eða James Wan.

Annars væri alltaf hægt að fá leikstjóra fyrstu myndarinnar („The Fast and the Furious“), Rob Cohen, til að koma aftur til að klára þetta af.