Svo segja orðrómarnir, og samkvæmt Variety er Fury Road-stjarnan í samningsviðræðum og Universal-stúdíóið er talið grimmt vera að sækjast eftir henni. Ekki er alveg vitað hvar viðræðurnar standa en miðað við blússandi umtalið í kringum hana fyrir að stela Mad Max frá sinni eigin titilhetju er ljóst að mikill áhugi sé fyrir því að sjá hana grjótharða, bakvið stýri og á sjúkum hraða.mad-max-fury-road-charlize-theron-header

Fast 8 er þegar komin í tökur, eins og margir íslendingar ættu að vita núna, og F. Gary Gray (Straight Outta Compton) situr við stjórnvölinn. Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Tyrese Gibson, Dwayne Johnson og Jason Statham snúa öll aftur og myndin brunar í kvikmyndahús í apríl á næsta ári.