Öruggt er að segja að Swiss Army Man hafi verið ein umræddasta kvikmynd Sundance hátíðinnar í byrjun árs, sér í lagi út af stórfínum viðtökum og óvenjulegum söguþræði sem hverfist um mann sem hefst við á eyðieyju, þar til einn dag að líki skolar á land. Fyrr en síðar kemst maðurinn að því að líkið býr yfir einstökum… „hæfileikum.“

Sýnishornið segir meira en slatti orða, þannig að best er að leyfa Paul Dano og Daniel Radcliffe að taka við, enda eru mættir með alveg ótrúlega sögu á hvíta tjaldið.