Góðar hrollvekjur eru alltaf sagðar vera fágætar og það á ekki síður við um góðar grínhrollvekjur. Fyrir skömmu var þó frumsýnd hér á landi leikstjórafrumraun grínarans Jordan Peele, Get Out, og hafa viðtökur að mestu verið gríðarlega jákvæðar – eiginlega undarlega jákvæðar!
Ætli þær séu nóg til að halda myndinni áfram inná íslenska aðsóknarlistanum þegar stórmyndir eins og Kong, Beauty and the Beast, Power Rangers og Logan eru enn á fullu?
Erfitt að segja, en þeir fáu sem hafa ratað á Get Out hingað til virðast allavega hafa notið hennar ágætlega.

 

Hér fiskuðum við upp nokkur ummæli af Facebook síðunni Kommóða Kalígarís:

 

Bergrún Íris Sævarsdóttir
Algjörlega frábær!

Jóhannes Rögnvaldsson
Fór á myndina með engar væntingar labbaði út orðlaus.
Mæli sterklega með þessari mynd!

Hulda Pétursdóttir
Frekar fín. Hló mikið, það var plús.

Finnbogi Örn Einarsson
Frábær. Íslendingar hefðu gott af því að sjá hana.

Þorvarður Pálsson
Mögnuð.

Stefán Petterson
Hló af mér rassgatið. Nú hef ég ekkert rassgat lengur.

 

Og hér koma viðbrögð frá sérstakri forsýningu sem Bíóvefurinn hélt rétt fyrir frumsýningu myndarinnar:

Hermann Björgvin Haraldsson
Ótrúlega góð fannst mér. Nett concept fyrir mynd

Einar Örn Hallgríms
Mjög góđ! Kom skemmtilega á óvart. Mæli međ henni í bíó

Hugo Pétur Portal
Frábær spenna í alla staði, var á tánum allan tímann.

Sigurður Ingi R Guðmundsson
Virkilega flott mynd með áhugaverðar hugmyndir varðandi kynþátt og dulin kynþáttahatur hvítt liberal fólks og samskipti hvítra og svartra.
Annað varðandi er myndina er hún sýnir vel hversu hæfileikaríkur Jordan Peele sem handritshöfundur og leikstjóri.

Axel Ágústsson
Rosaleg ! Svakalegt plot datt inn í myndina algjörlega

Jóhann LePlat Ágústsson
Helluð mynd. Leiddist ekki í eina sekúndu. Hélt manni allann tímann, spennandi, fyndin, creepy, algjör rússibani.

Kristján Sævald
Vissi ekki við hverju ég átti að búast, byrjaði rólega og fyndin en þróaðist svona líka ógeðslega skemmtilega, gott build-up, gott casting. Stephen Root góður sem blindi gaurinn. Hressandi mynd.

Hannes Johnson
Svakaleg mynd! Virkilega góð. Hrikalega spennandi …og creepy.
Mjög frumleg – frábært handrit, kom á óvart að svo mörgu leyti. Góðir leikarar. Jordan Peele skrifaði og leikstýrði, þannig að myndin var vissulega glettilega fyndin inn á milli.

Ragnar Vignir
Virkilega flott mynd, handritið flott og samtölin svona eftir-á eins og kemur í ljós í lokin.

Þorsteinn Valdimarsson
Óþægileg og krípí en ískrandi skemmtileg. Horror hefur aldrei verið mitt genre, en virkilega vel gerð mynd stígur yfir slíkar fyrirstöður. Topp einkunn frá mér

Anton Örn Björnsson
Frábær mynd. Skemmtilegt plott. Frábær húmor inn á milli. Leikaranir voru helvíti góðir. Mamman böggaði mig smá en ekki mikið.
Daniel kaluuya kom mér skemmtilega á óvart.
Manni leiddist ekki eina sekúndu

Dóra Lena Christians
Bjóst alls ekki við þessari mynd og verð að játa að mér fannst hún áhugaverð. Hún var spennandi á creepy hátt. 

Unnur Sól Ingimarsdóttir
Mér fannst hún brjálæðislega góð! Spennandi og vel leikin. Jordan Peele er ótrúlegur!

Ólafur Kristinn
Frábær mynd í alla staði.. kom mér mikið á óvart og hélt mér allan tímann.. mæli eindregið með henni!!

Arnar Vilhjálmur Arnarsson
Þessi mynd var frábær. Ég man ekki hvenær ég var svona tense í gegnum heila bíómynd seinast. Myndin var lygilega vel uppsett og plottið spilaði frábærlega út. Ég hafði sérstaklega gaman af frumlegum söguþræði. Ég hef aðeins tvennt út a myndina að setja en í heildina var þetta frábær thriller sem ég mun klárlega mæla með.

Guffi Þorvaldsson
Þakka fyrir mig! Fannst þessi mynd stórgóð, enn betri en ég hafði vonað

 

Get Out verður enn í sýningum út þessa viku, kannski jafnvel næstu.