EM bólan hefur smitað nokkra bíófíkla hér og eftir að hafa fylgst með strákunum okkar slá í gegn á þeirra fyrsta stórmóti þá er ekki laust við að skoða hvaða disney persónur nokkrir af þeim væru.

 

Aron Einar væri Múfasa / Mufasa
3. Aron

Traustur og öruggur leiðtogi sem stýrir liðinu frá miðju rétt eins og Múfasa stýrði ríki sínu frá Pride Rock.

 

Hannes væri Úrsula / Ursula
7. Hannes

Drengurinn virðist með fálmara um allt markið enda einn sterkasti hlekkur liðsins

 

Ari væri Stitch / Stitch
2. ari

smá skapbræði gerir engum mein, sérstaklega þegar hún er blá og smávaxin.

 

Kári væri Dýrið / Beast
14. kari

Þó þeir séu allir yndislegir þá eru fáir jafn góðir og Kári sem umbreytist svo í algert dýr á vellinum

 

Ragnar væri Sölmundur / Sully
10. ragnar

Eins og mjúka loðna skrímslið þá er Ragnar traustur og alltaf hægt á treysta á vinnusemi hans.

 

Birkir Már væri Russell / Russell (þvílík þýðing)
4. Birkir Már

Sannur skáti er alltaf reiðubúinn og það er hann Birkir Már líka, hvort sem það er fyrir vörn eða sókn.

 

Birkir Bjarna væri Kuggur / Cogsworth
12. birkir bjarna. jpg

Þó manni detti alltaf fyrst í hug Þrumuguðinn Þór þegar minnst er á Birki Bjarnason þá er hann með þeim bestu hvað tímasetningu varðar.

 

Gylfi væri Hrói Höttur / Robin Hood
6. gylfi

Það eru ekki allir jafn hitnir á markið en Gylfi er einn sá besti. Þvílíkt mið sem refurinn á miðjunni hefur

 

Emil væri Bósi Ljósár / Buzz Lightyear
5. emil

Eins og Bósi þá er Emil stór og stæðileg (geim)lögga á miðjunni og hleypir ekki hverju sem er í gegn

 

Jóhann Berg væri Geppetto
13. johann berg

Með hæfileika til að gera mark af sjálfsdáðum og úr engu má segja að Jói Berg sé Guipetto liðsins sem gat búið til dreng úr viðarbrúðu.

 

Jón Daði væri Leiftur MCqueen / Lightning MCqueen
11. jon dadi

Hinn hraðskreiði Jón Daði líkt og Leiftur McQueen er góður í sínu fagi en veit að hann getur alltaf við sig brögðum bætt

 

Alfreð væri Hvati / Dash
1. alfreð

Kolbeinn var kannski fljótasti framherjinn í fyrstu umferð riðlakeppninnar en Alfreð er kóngurinn í hraðaupphlaupum og skyndisóknum

 

Kolbeinn væri Herkúles / Hercules
8. kolbeinn

Enginn sterkari en okkar maður í loftinu, sannkallaður hálfguð

 

Eiður Smári væri Sorg / Sadness
9. eiður

Við endum þetta auðvitað á ellismellinum Leiði Smára þar sem líkindin eru ótrúleg