XjDgs4ySROChP0SSJoEB_creed-ryan-coogler-michael-b-jordanMargir Marvel aðdáendur eru orðnir mjög spenntir fyrir einstaklingsmynd ofurhetjunnar Black Panther eftir að hann var einn af þeim sem stal öllum sínum senum í Captain America: Civil War. Ekki nóg með það, heldur hafa Marvel stjórarnir bara ráðið ekkert nema fagfólk í myndina.

Helst má nefna leikstjórann Ryan Coogler sem hefur gert gæðamyndirnar Fruitvale Station og Creed til að leikstýra og skrifa handrit myndarinnar ásamt Joe Robert Cole.

Lupita-NyongoCoogler hefur fengið góðvin sinn Michael B. Jordan í hópinn, Jordan lék einmitt aðalhlutverkinn í fyrri myndum Coogler (og flaug áður í „Marvel-„mynd sem skal aldrei framar ræða…). Umtalið á vefnum er að Jordan mun leika vonda kallinn í myndinni (af hverju var þá að kynna karakter Andy Serkis í Age of Ultron?) Ásamt honum hefur Lupita Nyong’o einnig verið ráðinn sem ástarmey kóngsins T’Challa. Með þeim mun Chadwick Boseman að sjálfsögðu snúa aftur með stæl ásamt líklega Martin Freeman og Andy Serkis.

Black Panther fer í tökur snemma á næsta ári til að ná útgáfudegi sínum sem er 9.febrúar 2018.