“An army of forgotten heroes, all officially dead. They live for combat. Now they’ve met the wrong man.”

Ég byrjaði að horfa á Patriots Day með Mark Wahlberg en slökkti eftir svona 10 mínútur. Mig langaði að horfa á alvöru mynd og allt við Extreme Prejudice öskraði BAD ASS. Við erum hér með Nick Nolte í hlutverki grótharðs fógeta sem þarf að eltast við æskuvin sinn sem nú er eiturlyfjabarón. Æskuvinurinn er leikinn af Powers Boothe sem lést fyrir stuttu svo það var fínt að getað vottað honum virðingu. Með þessum harðjöxlum eru naglar eins og Michael Ironside, Clancy Brown og Rip Torn sem allir eru goðsagnir á sinn hátt.

Þetta er ekta löggu og bófa mynd, en hún féll í skuggan af nokkrum frábærum myndum sem komu út sama ár eins og Evil Dead 2, Lethal Weapon, Full Metal Jacket, Predator, Robocop og The Untouchables svo einhverjar séu nefndar. Þessi mynd á alveg skilið að vera uppgvötuð, sérstaklega ef þið fýlið þessa frábæru leikara.

“I don’t give up my gun without somebody gettin’ hurt.”

Leikstjóri: Walter Hill (The Streetfighter, The Warriors, 48 Hrs., Trespass)