„That’s what I love about these high school girls, man. I get older, they stay the same age.“

Hver þekkir ekki þessa ódauðlega setningu úr Matthew McConaughey mælti í meistaraverkinu Dazed and Confused? Ef þið hafið ekki séð hana hvetjum við hjá bíóvefnum ykkur endilega til að sjá hana hið snarasta því þar einfaldlega á ferðinni ein skemmtilega og hressilegasta mynd sem gerð hefur verið.

En fyrir ykkur hin sem þekkið og elskið þessa mynd þá getiði glaðst því leikstjórinn Richard Linklater hefur gert mynd sem hann kallar „andlegt“ framhald af Dazed and Confused, og ber hún titilinn Everybody Wants Some.

Dazed-and-Confused-1

Linklater hefur fyrir löngu sett sig í sess sem einn helsti „indie“ leikstjórinn í dag, hann sló í gegn í fyrra með hinni stórfenglegu Boyhood sem að mati undirritaðs var „rænd“ af óskarnum en hefur einnig brillerað með myndum á borð við Before trilógíuna, Bernie og svo auðvitað Dazed and Confused.

Á meðan Dazed and Confused svo að segja greip anda 8. áratugarins þá gerist Everybody Wants Some á 9. áratugnum og virðist ætla að gera það sama fyrir þann áratug og Dazed gerði fyrir þann 8., eða svo segir allavega fyrsta stiklan fyrir myndina sem var opinberuð í vikunni.

Myndin sjálf verður opnar í bíóum vestanhafs í apríl en verður frumsýnd í mars á SXSW kvikmyndahátíðinni í Austin í Texas, en Linklater er sjálfur frá Texas og gerði sínar fyrstu myndir í Austin og því viðeigandi að frumsýna myndina þar.

Af stiklunni af dæma verður þetta eflaust hressileg mynd en þó hefur maður á tilfinningunni að hún sé klippt saman fyrst og fremst fyrir hinn almenna bíóáhorfanda sem veit varla hver Linklater er. Hér er lofað hressandi unglingamynd í svipuðum dúr og eitthvað á borð við Superbad eða American Pie en líklegt er að myndin sjálf sé aðeins hrárri og með minni aulahúmor en virðist vera. Það er kannski heldur ekki hægt að búast við því að myndin verði jafn mikil snilld og andlegi forverinn en verður örugglega mjög skemmtileg engu að síður.

En hér getiði barið trailerinn augum og dæmt sjálf hvað ykkur finnst auk þess sem tvö plaköt fyrir myndina hafa verið opinberuð og hægt er að sjá þau hér fyrir neðan stikluna.

 

Everybody_wants_some_poster-1

Everybody_wants_some_poster-2