The Bandit er tyrknesk mynd um Baran „The Bandit“ sem losnar úr fangelsi eftir 35 ára vist og fer að leita að manninum sem sveik hann. Leitin leiðir hann til Istanbul þar sem hann þarf að aðlagast að breyttum heimi með hjálp frænda síns. Þetta er ágætis mynd en ég verð að viðurkenna að það var svolítið erfitt að komast í gegnum hana. Hún er hálftíma of löng og sagan mætti vera hraðari. Aðalleikarinn er mjög góður en aðrir eru ekki meira en ágætir. Það eru nokkur frábær atriði en í heildina var þetta ekki mynd sem ég myndi mæla sérstaklega með.

Myndin er nr. 173 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

„I have lived my whole life for this moment alone. Whatever happens now, let it.“

Leikstjóri: Yavuz Turgul (Lovelorn)