Aaron Sorkin er víða talinn einn virtasti og skarpasti handritshöfundurinn á vestræna markaðinum í dag, og seinustu 20 árin. Hann hefur átt meira en annríkan og flottan feril, í sjónvarpi (The West Wing, The Newsroom), á sviði og í bíómyndum þar sem hann hefur m.a. unnið með Rob Reiner, Mike Nichols, David Fincher og Bennett Miller.

Nýjasta myndin hans, Steve Jobs, er hér rétt handan við hornið og situr með 85% á RottenTomatoes og 82 hjá Metacritic. Henni er leikstýrt af Danny Boyle og fer Michael Fassbender með titilhlutverkið í mynd sem er vægast sagt óvenjulega strúktúruð, eins og Sorkin kemur sjálfur inn á í þessu kammó og fræðandi viðtali. Tekur hann t.d. skýrt fram hvað honum hefur alltaf þótt vera einsleitt við kvikmyndaðar ævisögur, og hvernig hann ákvað að snúa út úr því.

 

Sum staðar á netinu hafa flotið um þær kenningar að útlitslega gæti Aaron verið týndi Nolan-bróðirinn.