YouTube-notandinn Couch Tomato gaf út myndband í vikunni þar sem hann hendir fram þeirri vangaveltu að Get Out og Skeleton Key eigi margt sameiginlegt. Hann fer nánast svo langt að kalla Get Out hálfgerða endurgerð á Skeleton Key. Það er margt til í þessu og hann fer yfir 24 hliðstæður sér til máls.

Get Out sló í gegn þegar hún kom út fyrr á árinu. Hún hefur halað inn rúmum 250 milljónum dollara á heimsvísu en það kostaði tæpar 5 milljónir að framleiða hana. Skeleton Key fékk ekki sömu viðtökur, hvorki frá gagnrýnendum né áhorfendum, og hafa flestir ábyggilega gleymt henni ásamt aðalleikkonunni, Kate Hudson. Samanburðurinn kemur því mikið á óvart en byggist á góðum rökum.

Hvað finnst ykkur, gæti verið að Get Out hafi fengið ýmsa hluti lánaða frá myndinni eða er þetta allt saman tilviljun?

Athugið að myndbandið inniheldur spilla fyrir báðar myndir.