Enginn veit í rauninni hvað Sony er að plana með seríuna sína um hakkarann Lisbeth Salander og nihilísku ævintýri hennar. Aðlögun meistarans David Fincher skilaði ekki alveg inn nægilega miklu í kassann á heimsvísu (og gerði ferlega lítið hér á landi, á meðan sænska gerðin, Karlar sem hata konur, tók inn rúmlega 30 þúsund manns). The Girl with the Dragon Tattoo fékk fína dóma og lengi hefur það komist til skila að Fincher, Daniel Craig og Rooney Mara eru meira en til í að halda seríunni áfram.

Alicia Vikander photo-002Fincher hefur m.a.s. sjálfur sagt að önnur bókin í Milennium-þríleik Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldinum, sé í mestu uppáhaldi hjá sér. Steve Zallian var meira að segja búinn að ganga frá handritinu og vantaði bara græna ljósið frá Sony.

En svo komu þær fréttir að framleiðendur væru að íhuga að halda seríunni áfram, en þá án leikaranna eða leikstjórans, eða handritsins frá Zallian. Upprennandi leikkonan Alicia Vikander (Ex Machina, The Man from U.N.C.L.E.) var skyndilega orðuð um að taka við hlutverki Salanders í aðlögun á sögunni The Girl in the Spider’s Web. Þar er um að ræða fjórðu bókin í röðinni um Lisbeth en hún var annars skrifuð af David Lagercrantz, sem tók við af seríunni eftir andlát Larssons.

Þær fréttir voru farnar að dreifast hratt um að Sony hafi gjörbreytt um gír. En bara rétt nýlega var Rooney Mara ekki lengi að koma ruglingnum aftur í gang og sagði í viðtali við E! að það sé ekki alfarið búið að gefast upp á möguleikanum á framhaldi af Fincher-myndinni. „Síðast er ég vissi er ég enn partur af þessu, ég er með þangað til einhver segir mér annað,“ segir hún.

bulkÞað er greinilega áhugi fyrir því að gera eitthvað áfram við sögurnar af Salander á meðan aðstandendur sitja á réttinum.  Sumir halda fram að ef skildi verða af The Girl who Played with Fire, að þá gæti það orðið eftir að Vikander-myndin kæmi út, en hver veit? Kannski verður henni skrappað algjörlega. Kannki rætist úr hvorugu með þessu áframhaldi.

Orðrómar voru að Sony greiddi Zallian að minnsta kosti litlar 10 milljónir fyrir handritið að mynd 2. Yrði synd að sóa því.