Tuttugu ár eru liðin síðan Trainspotting kom út, og með framhaldinu er ljóst að Danny Boyle ætli sér að vitna talsvert í forvera sinn, eða spegla hann, betur sagt.

Hvort markmiðið sé að eingöngu líkjast fyrri myndinni útaf nostalgíutengdum ástæðum eða þematískt spegla atburði hennar á snjallan hátt á enn eftir að koma í ljós, en vídeóið hér að neðan fer í gegnum lykilskot úr trailernum sem sýna vissar sjónrænar tengingar – sumar skýrari en aðrar. Ef eitthvað eykur þetta bara tilhlökkunina til að sjá þessi fífl aftur.

Verður gaman.

 

T2 Trainspotting er frumsýnd 17. febrúar.