gerard-butler-on-olympus-has-fallen-poster

Hverjum datt í hug þegar hann sá Olympus Has Fallen í bíó árið 2013 um að þetta yrði að þríleik. Millennium Films var að staðfesta að þriðja myndin í ´Fallen´ seríunni væri farinn í framleiðslu og fengi þetta frábæra nafn Angel Has Fallen.

Angel Has Fallen breytir aðeins til og sýnir ekki karakter Gerards Butlers (Mike Banning) lengur bjarga forseta bandaríkjanna. Í staðinn eru vondu kallarnir eru núna sérstaklega á eftir Banning sjálfum en ekki forsetanum. Það er ekki það eina heldur mun líklega myndin gerast í himinloftinu í hinni þekktu forsetaflugvél Air Force One. Butler mun þurfa að finna sinn innri Ford.

Tenging Fallen-seríunnar við Ísland heldur áfram þar sem Katrín Benedikt mun skrifa handritið ásamt eiginmanni sínum eins og þau gerðu við fyrri myndir.

Persónulega er ég til í Angel Has Fallen. Það er alltaf gaman að fá smá ´80s hasarmynd í dag þar sem maður þarf ekkert að hugsa og bara horfa á Butlerinn drepa mann og annan áreynslulaust. En vonum bara að loksins verði slípað tölvubrellurnar betur til.