Tímaritið The Hollywood Reporter fékk til sín á dögunum nokkra af stærstu leikstjórum Hollywood til að tala saman um allt á milli himins og jarðar sem snertir þeirra fag og ástríðu.

Tímaritið fékk til sín nokkra af virtustu mönnum ársins 2015 sem eru í nokkrum tilvikum líklegastir til að vera tilnefndir sem bestu leikstjórarnir hjá verðlaunaakademíum, þessir leikstjórar eru: Quentin Tarantino (The Hateful Eight), Alejandro G. Iñárritu (The Revenant), Ridley Scott (The Martian), Danny Boyle (Steve Jobs) og David O. Russell (Joy) og Tom Hooper (The Danish Girl).

Persónulega finnst mér að tímaritið hefði átt líka að fá gæja eins og Dennis Villeneuve (Sicario), Alex Garland (Ex Machina) og George Miller (Mad Max: Fury Road). Að fá þessa leikstjóra á borðið hefði að mínu mati verið frábær viðbót þar sem þessir leikstjórar eru mjög ólíkir sem eru nú þegar á borðinu og hefðu gert samtölin en skemmtilegri að hlusta á. Ekki að það sé nein ástæða til að kvarta. Þrælskemmtilegar umræður.

Hérna er svo þetta æðislega myndband af þessum frábæru leikstjórum

Síðan er ég sammála flestum kommentunum á YouTube, sem er líklega fyrsta skiptið á minni ævi, varðandi þetta myndband að spyrjandinn hefði oftar mátt þagað og leyfa leikstjórunum að tala sín á milli án þess að trufla þá.