Við fáum hreinlega ekki nóg af því að skoða þær breytingar sem George Lucas gerði á upprunalegu Star Wars myndunum og nú skoðum við myndina sem er yfirleitt talin vera heilaga gralið í heildaseríunni.

Hér fáum við að sjá breytingarnar og samanburð á atriðunum með þeim en glöggir aðdáendur gætu kannski vitað að Empire Strikes Back hefur verið minnst breytt af upprunalega þríleiknum.