affleck-batmanEftir að hafa eignað sér Batman v Superman (þurfti svosem ekki mikið til) er loksins búið að staðfesta þær fregnir sem margir höfðu spáð, Ben Affleck hefur ákveðið að leikstýra og skrifa nýjustu myndina um morðóða Leðurblökumanninn sem við kynntumst nýlega. Affleck verður þó ekki einn í handritsskrifunum þarf sem hann hefur fengið einn stærsta myndasögupenna DC heimsins, Geoff Johns, með sér í lið. Hermt er eftir því að titill myndarinnar verði einfaldlega ‘The Batman’.

Ekkert er vitað um myndina að svo stöddu nema það að Warner Bros er með tvær dagsetningar sem eru fyrir Batman myndina og síðan Man Of Steel 2. Þessar dagsetningar eru 5.október 2018 og 1.nóvember 2019, Þar sem fólk er búið að missa sig yfir frammistöðu Afflecks í BvS skulum við segja að The Batman komi 2018.

Meðan við bíðum eftir nýju Batman myndinni getum við samt notið leik Afflecks í næstkomandi Suicide Squad, þessir tónlistatrailerar, og síðan justice League: Part 1. Með þeim kemur síðan nýjasta leikstjóraverk Afflecks, Live By Night, sem kemur út í október 2017.