Síðan um aldamótin hefur ekki verið mikill skortur af fjölbreyttu úrvali sci-fi kvikmynda, af öllum stærðum og gerðum. Í Facebook-grúppunni Bíófíklar voru notendur spurðir um sínar bestu (/sínar uppáhalds) vísindaskáldsögur frá og með árinu 2000.
Niðurstöðurnar voru þrælskemmtilegar og tóku nokkuð margir þátt. Nú skulum við brjóta upp og skoða hvaða myndir voru flest upptaldar og hvað umhyggjusömu bíóáhugamennirnir á spjallinu sagði um þær.

 

1. Interstellar (2014)

interstellar3-xlarge

Þessi var með alflest atkvæði, alveg ótvírætt. Geimepíkin frá Christopher Nolan er býsna umdeild en aðdáendur myndarinnar hafa mikla ást til að gefa og jafnvel þeir sem þola ekki myndina viðurkenna að það er hellingur í henni til að dást að, hvort sem það er tónlistin eða vísindablætið. Myndin leikur sér að stórum hugmyndum og mannlegum tilfinningum og því kannski ekki skrítið að hún hittir í mark hjá svona mörgum eins sterkt og hún gerir.

„Soundtrackið, kenningarnar, sagan, leikararnir, tökurnar sjálfar og klippingin gerir þessa mynd að meistaraverki að mínu mati. Setur mann oft í þau spor þar sem maður spyr sig “hvað myndi ég gera?” og “hvað er að vera human?”.“ – Arnar Ingi Vilhjálmsson

„Það er ekki hægt annað en að elska þetta.“ – Óskar Arnarsson

bh_wip_v18_1080p_planet

„Interstellar er meistaraverk“ – Biggi Hjalta

„Elska hvernig hún segir svo nána, melódramatíska og hjartnæma sögu um föður og dóttur innan ramma sem skortir ekki epíkina.
Matthew McConaughey að grenja fyrir framan skilaboðin nær mér alltaf, TARS finnst mér brilljant og docking-senan er all-timer, svo fáeitt sé nefnt. Sannur tilfinningarússíbani fyrir mér.“ – Tómas Rizzo

„Þegar ég komst inn í hana horfði ég 3x á hana í röð. Það er allt við hana sem er geðveikt, leikarar, tónlist hvernig hún er skotin og hún skildi einhverja furðulega ljufsara tilfinningu eftir sig. JÁ ÉG VIÐURKENNI ÞAÐ ÉG TÁRAÐIST MÖGULEGA!“ – Elísabet Kristjana

„Gleymi aldrei þeirri bíóferð.“ – Ísak Kári Kárason

 

2. District 9 (2009)

d9jpg-1ddd4c_1280w

Fyrsta kvikmyndin frá Neill Blomkamp kom öllum og ömmum þeirra á óvart. District 9 er brakandi fersk hasar/ádeila sem hefur mikinn púls og glæsilegar brellur. Aðdáendum Blomkamps hefur farið fækkandi með árunum, en District 9 er mynd sem alflestir geti verið sammála um að sé fjandi góð skemmtun. Hressilega brútal líka.

„District 9 fannst mér geggjuð varðandi söguna. Hversu ólíkt og erfitt líf væri fyrir verur úr öðrum heimi að lifa hér. Adeila á innflytjendamál og flóttafólk finnst mér.“ – Mikael Þorsteinsson

„Frumleg og með óhefðbundna aðalpersónu,“ – Bragi Ólafsson
„Mjög góð og finnst hún vera instant költ mjög flott“ – Kjartan Arnar Geirdal

„Grámygla raunveruleikans í suður Afríku í bland við risa rækjur, framreitt af meistara Blomkamp“ – Sverrir Björnsson

 

3. Moon

moons

Góðar vísindaskáldsögur snúast alls ekki alltaf bara um átök og hasar, heldur er yfirleitt tilefni til þess að taka hinum smærri fagmandi. Þessum sem einbeita sér að hugmyndum og gera mikið úr litlu, eins og t.d. Moon. Sam Rockwell ber alla myndina uppi eins og höfðingi og heldur athygli áhorfandans alla leið með mögnuðum leik. Moon er lágstemmd en áhrifarík, og þar með algjör fjársjóður. Eftirminnileg, skemmtileg og vel skrifuð frumraun hjá Duncan Jones.

 

„Flottasta solo acting sem eg hef séð.“ – Axel Ágústsson

Ég var eftir mig i margar vikur eftir Moon því mér fannt hún svo mögnuð og góð. Hún var næstum því fullkomin.“ – Hildur María Friðriksdóttir

„Góður leikur og söguþráður, en líka bara útitið á myndinni og hvernig hún er unnin.“ – Dísa Rósmundsdóttir

 

„Runner-up“ titlarnir

Donnie Darko (2001)

slmqmrcgbncpd6hn4jhb

 

Sunshine (2007)

87398cc7-6fb3-4003-80f0-a8f409075a86_f0c352a3_image

„Þriðji act-in í Sunshine er geggjaður! Hvað er fólk að væla? Öll myndin er meiriháttar. og með þeim bestu frá Boyle“

Inception (2010)

inception-trailer-movie-leonardo-de-caprio

 

Looper (2012)

looperbruce

 

Ex Machina (2015)

machina_a

 

Er eitthvað af myndunum þarna sem þér finnst vanta þarna inná? eða kannski einhver ofmetnari en önnur?