… frá sama manninum og færði okkur The Sarah Connor Chronicles.

Búið er að ganga formlega frá því að heimsenda- og vísindaskáldsöguþrillerinn Snowpiercer bruni í flokk margra, vinsælla mynda sem gerast þáttaseríur. Þetta er búið að vera sérlega mikið trend síðustu misseri, og vægast sagt hellingur á leiðinni.

snowpiercer_cast.0_cinema_1920.0

Fyrir þá sem ekki vita – og þurfa greinilega að kippa því í liðinn að sjá blessuðu myndina – þá er þetta fokdýr suður-kóresk framleiðsla. Myndi fjallar hún um síðustu dreggjar mannkynsins sem tóra í mikilfenglegri lest sem er á stanslausu ferðalagi um auðu veröldina, sem nú er orðin að nýrri ísöld. Um leið og óhjákvæmileg upprisa myndast á meðal vannærðra farþega stefnir allt í baráttu um framtíðarörlög mannkynsins, að minnsta kosti það sem eftir er af því.

Chris Evans, Jamie Bell, John Hurt, Tilda Swinton og Octavia Spencer voru á meðal þeirra í aðalhlutverkum (að ógleymdu cameo-i frá Tómasi Lemarquis sem „Egg-Man“). Myndin var sú stærsta frá s-kóreska leikstjóranum Bong Joon-ho (The Host, Memories of Murder) og varð ein vinsælasta myndin í heimalandi hans frá upphafi, auk þess að vera gríðarlegur hittari á VOD-leigum á heimsvísu. Hún gerði lítið í kvikmyndahúsum vestanhafs (og rataði aldrei formlega í bíó til Íslands… bömmer) en hlaut mikla umfjöllun og frábæra dóma.

snowpiercer_2Snowpiercer er nokkuð lauslega byggð á franskri myndasögu og þykir ekki ólíklegt að komandi sjónvarpsserían sæki einhvern innblástur þaðan, en reiknað er með því að þetta verði meira í stíl við bíómyndina.

Það gæti líka kannski huggað einhverja aðdáendur leikstjórans vitandi það að hann verður titlaður meðframleiðandi á seríunni ásamt Chan-wook Park (Oldboy, Thirst, Stoker). Aðalframleiðandinn er annars vegar Marty Adelstein, sem hefur staðið á bakvið Teen Wolf-þættina og Last Man Standing. Handritshöfundur verður Josh Friedman (Terminator: TSCC).

Ekki er vitað mikið meira á þessum tímapunkti, enn er bara verið að leggja teinanna víst.