Ég hef nokkuð oft farið í bíó og tekið eftir einu og öðru sem fer í taugarnar á mér, en reyni að láta þann hlut bögga mig sem minnst þar sem ég er að reyna að horfa á bíómynd. En þar sem ég verð oft bitur af þessari reynslu finnst mér ég einhvern veginn knúinn til þess að skrifa um nokkra hluti sem mér finnast alveg óskiljanlegir:

 

Að svara símanum

„Hæ ég er í bíó“

talk-theater

Þarna svaraðirðu væntanlega símanum til þess að segja manneskjunni að þú værir í bíó. Manneskjan veit núna af því og er orðin upplýstari fyrir vikið.
Ég þori að giska á að ef þú hefðir ekki svarað símanum til þess að láta manneskjuna vita að þú værir í bíó þá hefði hún samstundis hringt í foreldra þína og spurt um hvar þú værir. Við skulum segja að foreldrar þínir myndu ekki vita það, næsta raunhæfa skrefið væri að hringja í vini þína, en þar sem þú ert í bíó með flestum vina þinna og þeir eru ekki jafn sniðugir að hugsa útí það að láta alla þá sem hringja í mann vita að þeir séu í bíó, svara þeir ekki símanum. Vinur þinn er nú í kasti og áhyggjufullur um hvar þú sért og hringir í lögguna og tilkynnir að þú sért týndur. Að bíómyndinni lokinni stígur þú úr bíóinu og sérð bara að það er komin frétt um þig á vísir.is um að þú sért týndur, eitthvað sem hefði ekki gerst hefðir þú svarað símanum og sagt „Hæ ég er í bíó“.
Nei, veistu, reyndar hugsa ég ekki. Ég giska frekar á að vinur þinn búist við að þú eigir þér líf og sért kannski upptekinn þessa stundina og hringi kannski bara aftur seinna.

 

rules-for-movie-cell-phone-light

Að senda sms/snappa

Hér er bölvaður síminn aftur að bögga mig. Af hverju þarftu að tjatta? Er Ásgeir Trausti að spyrja þig hver sé uppáhaldsliturinn þinn því hann er að semja lag um þig? Varstu að vinna nýjan iPhone og ef þú svarar ekki á næstu 5 mínutunum því annars missiru sénsinn? Ertu að reyna við stelpu og hræddur við að hún missi áhugann á þér strax og þú hættir að senda henni sms á 5 mínutna fresti?
Þetta myndi ekki trufla mig jafnmikið ef það væri ekki fyrir þetta litla skæra ljós sem kemur alltaf upp í miðjum sal og kallar á mig „Tjékkaðá mér maður! Ég er svona lítið og nett ljós!“

 

Að tala

„Vá, hvað þetta er steikt“
„Já sæll“
„Þetta er gellan í How I Met Your Mother“

Allt þetta eru línur sem ég hef í alvöruni heyrt í bíó. Ég man þær vel útaf því annað hvort komu þær fram á tímapunkti þar sem þögn átti að ríkja í salnum og maður vildi njóta þess og hugleiða, eða þetta var bara pirrandi rödd.

Ég skil að stundum vilji fólk láta heyra í sér og láta álit sitt koma fram, jafnvel þótt það sé bara „ojj kóngulær“ á Spiderman-mynd eða „hann er svo heitur“ þegar Leonardo DiCaprio kemur fram (skil alveg samt hvað þið meinið með DiCaprio)
En eitt sem maður þarf að gera sér grein fyrir er að af og til vilja ekki allir vita álit manns um allt sem er að gerast. Ef þú segir „Vá hvað þetta er flippað“ þá er væntanlega eitthvað flippað að gerast á skjánum og nokkuð víst að manneskjurnar við hliðina á þér fatti það.
Ef eitthvað rosalegt og/eða dramatískt er búið að gerast og skjárinn verður svartur þá mun frasinn þinn „Já sæll“ einungis þjóna einum tilgangi og það er að eyðileggja stemninguna. Ég skil að þú sért skelkaður eftir þetta en ég kýs frekar að hugsa útí senuna en að gubba út orðinu „Já sæll“

 

Að smjatta

movie_theaters_72113Hvað er málið, þetta með að bara brakandi, það sem kallast ‘crunchy’ á ensku, „matur“ sé seldur í bíó? Popp og nachos. Popp er alveg brakandi og Nachos alveg vel brakandi líka. Sennilega er þetta þó ekkert mál ef maður tyggur með lokaðan munn. En svo gott er það ekki stundum. Af og til er einhver í bíó sem finnst það bara gott að smjatta og kann ekki að borða. Ég var um daginn í bíó og það var manneskja sem borðaði eitt popp í einu og smjattaði vel og mikið við hvert popp, það var alveg á hreinu að sú manneskja elskaði popp. En það var ein manneskja sem var ekki að elska þessa reynslu, ég. Ég hef heyrt það að smjatta kalli fram meira og betra bragð útaf einhverju kjaftæði. Ég skil að kannski vildi manneskjan njóta þessa poppbragð til fulls og ákvað að smjatta vel og heiftarlega. Eitt popp í einu. Maður heyrði ekki díalog fyrir ‘krönsj-krönsj’ hljóðunum.

Þetta eru leiðinlegar aðstæður að þurfa að lenda í, en maður kemst í gegnum þetta á einn eða annan hátt.Vonandi mun fólk verða meira vart við, að það sem það gerir í bíó getur stressað taugaveiklaðann dreng eins og mig. Ég hef nú biturleikann minn um upplifun í bíó ekki lengri að þessu sinni.

Segið mér nú ykkar sögur…