b4w8wlxSeinustu árin hefur það verið mikil hefð að gefa út hinar undarlegustu myndir í kringum Valentínusardaginn; í ár var það Fifty Shades of Grey, Kingsman, í fyrra fengum við Legómyndina og Nymphomaniac, og ef mér skjátlast ekki þá var fimmta Die Hard myndin árið áður.

Næsta febrúar fáum við hins vegar tvær gerólíkar flippmyndir sem munu slást um athygli húmorista sömu helgina: Zoolander 2 og Deadpool. Báðar myndirnar hafa boðið komur sínar á sinn eigin máta með skrautlegum trailerum og kynningarefnum. Hvor þeirra verður fyndnari vitum við ekki enn, en engin spurning er um það hvor myndin verði grófari, ruddalegri og örlítið sturlaðri, og býsna sér á báti í sínum geira.

Hann Deadpool kallinn hefur verið duglegur að rjúfa fjórða múrinn, eins og honum fylgir, og sýna sinn óheflaða persónuleika í sýnishornum, tilkynningum og ekki síst á veggspjöldum. Á ‘International’-plakatinu fékk hann aðeins að glenna bakhlutann, nú er hann dottinn örlítið meira hinum megin fyrir neðan beltið.

Sjáum svo hvort Ryan Reynolds haldi dampi í húmornum þann 12. febrúar.

12342431_750244231786843_1124111618161578439_n

Svo… Zoolander 2 eða Deadpool. Ef þú mættir ekki velja báðar, hvora ætlarðu að sjá?