21-ways-the-force-awakens-is-basically-a-new-hope-u1Það er næstum því ómögulegt að lenda á greinum eða gagnrýnum um nýjustu Star Wars-myndina án þess að þar sé einhvers staðar nefnd A New Hope, í því samhengi að hér er bara falin endurgerð á ferðinni með sterka fortíðarþrá frekar en einbeitt áframhald og endurræsing. En miðað við almennt jákvæðu viðbrögðin við myndinni er ljóst að þetta fari mismikið í taugarnar á fólki. Sumum finnst myndirnar svipaðar en sjá nóg af nýjungum einnig til þess að hrósa, aðrir sjá bara lata handritsgerð (eða“retró-mynd,“ eins og George Lucas sjálfur kallaði hana), jafnvel hvort tveggja. Okkar eigið Bíótal kemur t.a.m. eitthvað inn á þessar umræður.

Allavega er klárt mál að leikstjórinn J.J. Abrams sé vel meðvitaður um allar þessar umræður, og kemur þessi gagnrýni honum alls ekkert á óvart. Meira að segja vonaðist hann eftir því að þetta yrði ekkert of stórt „issjú“ fyrir aðdáendur, vegna þess að „endurgerð á Episode IV – bara með nýjum karakterum“ var nákvæmlega það sem hann sóttist í að gera. Best er að leyfa honum að útskýra sjálfur, eins og hann orðaði í hlaðvarpsþætti hjá The Hollywood Reporter:

star-wars-starkiller-base-force-awakens„Ég vissi alltaf að sama hvað við gerðum með þessa mynd, að það yrði alltaf hópur af fólki sem myndi brjálast út í okkur með eitt eða annað, ég bara vonaðist til þess að sá hópur yrði smærri heldur en ekki… Ég skil að sumir hugsa kannski „Þetta er algjört ‘ripp-off’. Það sem var mikilvægt fyrir mig var að kynna nýju karakterana með því að taka opnum örmum á móti gömlu hefðunum í sögunni. Ég þurfti að stíga afturábak til þess að geta stýrt þessu fram.“

Abrams virkar hress í viðtalinu með þetta allt og tekur ummælunum vel, og hefur gefið í skyn að nú sé búið að stilla öllu upp til þess að sé hægt að fara í einhverjar glænýjar áttir með áframhaldinu, hvort sem það eru næstu stóru kaflarnir eða „spinoff“ myndir, eins og Rogue One sem frumsýnd verður 15. desember. Rian Johnson stígur svo næstur inn til að tækla áttunda kaflann og lendir hann í maí á næsta ári.

Enn vitum við ekki alveg hvað er næst á dagskrá hjá Abrams. Líklegast bara að njóta enn frísins eftir að Mátturinn tæmdi allt úr honum. Ástæðan fyrir því að hann vildi ekki gera fleiri Star Wars-myndir var, eins og hann orðaði einnig sjálfur, svo að börnin hans myndu ekki missa allt samband við hann. „Það fer alveg trufluð orka í eina svona mynd, og það ekki mjög aðlaðandi tilhugsun að hoppa beint í þá næstu ef ég vil að börnin mín tali áfram við mig þegar ég er orðinn gamall.“