Ert þú mikill nátthrafn? Tengir þú þig við þægindin að skella sér í huggulegt bíó á risastórri fjölskyldumynd án nokkurra möguleika á ungbörnum eða krakkahópum í salnum?

Ef svarið er já, í öðruhvoru eða báðum tilfellum, þá bíða þín góðar fréttir á aðfaranótt frumsýningardagsins á Episode VII. Í Sambíóunum, Álfabakka verða sýningar á henni út nóttina og taka svo við morgunsýningar í Kringlubíói sem hefjast kl. 8.

Hér er eru sýningartímarnir:


Álfabakki:

3D: 3, 6, 9, 12, 20, 22:55
2D: 3, 04, 6, 7, 10, 11
13, 17, 17:30, 20, 20:30, 22:20, 22:55, 23:30

 

Kringlubíó:

3D: 8, 11, 14, 17, 22:55
2D: 9, 12, 15, 18, 21

 

Egilshöll:

3D: 11:30 14, 14:20
2D: 13, 16, 19

 

Út frá forsölutölum er ljóst að margir hafa keppst við það að tryggja sér miða, eflaust til að sjá hana áður en allt alnetið mun springa af Star Wars-umræðum og spillum.

Tók ekki langan tíma að seljast upp á allar miðnæturforsýningar, en nætur- og morgunsýningarnar ættu að gleðja ýmsa sjúkt spennta aðdáendur. Miðar eru aðgengilegir hér. Minnum auðvitað líka á að myndin verður sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói.