galaxy-quest

Í kvöld kl. 20 verður þrælskemmtilegt Hefnendabíó á Húrra á Galaxy Quest frá ’99. Stórskemmtilegt Trekkara-spoof sem við mælum með handa þeim sem hafa ekki enn séð hana. Þetta er glæsileg leið til að heiðra minningu Rickmans, enda meiriháttar fyndinn í henni, kvótanlegur og meira.

 

KFP3-payoff-poster-P1

Kung Fu Panda 3 skaust beint í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans, fyrirsjáanlega, og tók inn $41 milljón. Það er aðeins suður á við frá forverunum en engu að síður flottur árangur miðað við það að fimm ár eru liðin síðan seinasta mynd kom út. Umtalið hefur líka verið í heildina jákvætt.

Íslendingar berja þó ekki nýja ævintýri Pó’s augum fyrr en um páskanna.

Bömmer.

 

Actress Kim Basinger, star of the film "The Informers", poses at the film's premiere in Hollywood, California April 16, 2009. REUTERS/Fred Prouser (UNITED STATES ENTERTAINMENT) - RTXE2LZ

Fifty Shades of Grey sló fjölmörg aðsóknarmet í febrúar í fyrra en hægjaði nokkuð fljótt á sér hér á landi. Því er spurning hversu mikill spenningur verður fyrir Fifty Shades Darker, sem væntanleg verður á næsta ári. Merkilegt er að leikstjórinn er hinn sami og gaf okkur Glengarry Glen Ross á sínum tíma. Handritið er að þessu sinni í höndum eiginmanns E.L. James, meinta rithöfund bókanna, innan gæsalappa.

Kim Basinger hefur bæst við leikhóp FSD og ætti að finna sig á kunnuglegum slóðum í hlutverki fyrrum „drottnara“ Hr. Greys (sem hann talaði oft um í fyrri myndinni), enda væri ekki óhæpið að segja að 9 1/2 Weeks hafi verið hálfgert Fifty Shades síns tíma, nema þá höfðum við Mickey Rourke og söguþráð…

Kim-Basinger-is-gecast-voor-Fifty-Shades-Darker_img700

Fifty Shades of Grey, hins vegar, er ein af fáum myndum sem hefur bæði verið tilnefnd til Razzie (versta… margt) og Óskarsverðlauna (besta lag) á sama tíma.

 

 

hail_ceasar_SD3-_758_426_81_s_c1

Erfitt er að ímynda sér nokkurn Coen-bræðra aðdáanda sem bíður ekki ólmur eftir Hail, Caesar (frumsýnd 19. febrúar). Trailerinn er góður, leikaraúrvalið dásemd og hér er ný klippa – þar sem Clooney og Brolin eru í essinu sínu – til að gefa aðeins betri mynd af tóninum sem við munum eiga von á:

 

 

Finnst þér fyrsta Hangover myndin enn vera góð en fílar framhaldsmyndirnar engan veginn?

zach1

Ef svarið er já, þá er Zach Galifinakis er 100% sammála.

Hann var staddur í hlaðvarpsþættinum WTF þegar hann var spurður út í þríleikinn vinsæla. Zach sagðist ekki beinlínis sjá eftir tökunum, en hann viðurkennir að brandararnir urðu fljótt þreyttir. „Það fór svo stór hluti af mínu lífi í þessar myndir, en ég vildi óska að við hefðum bara gert þessa fyrstu. Stundum er betra að blóðmjólka eða ekki… Við erum samningsbundnir til þess að gera tólf stykki af þessum myndum ef það væri lyst fyrir því.“

Þó svo að þriðja Hangover-myndin hafi hiklaust grætt minnst hafa ýmsir netmiðlar ekki þorað að útiloka að Warner Bros. sé alfarið búið að slíta sig frá merkinu, enda græddi þríleikurinn samtals hálfan annan miljarð dala á heimsvísu.

 

 

mission_5_large

Eftir glæsilega innkomu og útgeislun í Mission: Impossible – Rogue Nation er ekki óeðlilegt að stúdíóin sláist núna um Rebeccu Feguson. Nú er hún búin að landa hlutverk í frumsamdri sci-fi mynd að nafni Life, frá handritshöfundum Deadpool og Zombieland.

Þetta eru góðar fréttir.

 

NEMrM2nsRbDFQM_1_a

Samkvæmt BirthMoviesDeath hefur Captain America: Civil War verið að skora virkilega hátt á prufusýningum, og Marvel-aðstandendur eru víst eitthvað að velta fyrir sér hvort prufurnar hjá henni gangi sambærilega vel eða betur en hjá Winter Soldier, sem er víst að mati margra sterkasta Marvel-myndin til þessa. En sögusagnirnar frá þessum Civil War prufusýningum hafa gefið upp að seinni hluti myndarinnar verði miklu dekkri en sumir gætu átt von á.

 

tumblr_lkbgkrky8b1qjs2flo1_500

Eftir að Legómyndin sló í gegn var það aðeins tímaspursmál um hvenær við myndum fá enn fleiri bíómyndir byggðar á þekktum leikföngum. Nú eru (tæknilega séð) lukkutröllin komin með sína eigin teiknimynd frá Dreamworks.

Justin Timberlake, Anna Kendrick, Gwen Stefani, James Corden og Russell Brand fara með helstu raddhlutverkin.
Hér er fyrsti tíser:

 

guy-lapointe

Voruð þið búin að sjá fyrstu viðbrögðin við Yoga Hosers, nýjustu mynd Kevins Smith?

Ókei, eftir smá grams hef ég komist að því að só far eru engar líkur á því að þessi mynd sýni sig í íslenskum bíóum.

 

 

No Merchandising. Editorial Use Only. No Book Cover Usage. Mandatory Credit: Photo by Moviestore/REX/Shutterstock (1593605a) Little House On The Prairie , Michael Landon, Lindsay Sidney Greenbush, Karen Grassle, Melissa Gilbert, Melissa Sue Anderson Film and Television

Paramount keypti nýlega réttinn á Little House on the Prairie og hefur hafist handa með að þróa kvikmynd byggða á þeim þáttum. Íslendingar í denn þekktu þetta sem hið alræmda „Húsið á sléttunni“.

Verkefnið var búið að vera lengi í höndum Sony, en framleiðslunni var slúttað eftir að nokkrir í stjórn sáu verðmiðann á framleiðslunni ($45 milljónir, u.þ.b.). Myndin verður skrifuð af Abi Morgan, sami handritshöfundur og skrifaði m.a. Shame, Suffragette og The Iron Lady.

 

 

Triple-9-Banner-640x321

Einn af áhugaverðari leikstjórum seinustu ára, John Hillcoat (The Proposition, The Road, Lawless) frumsýnir nýja mynd 26. febrúar, Triple 9. Hér fer ekkert lítið hlass af þekktum leikurum í boði. Woody Harrelson, Casey Affleck, Chiwetel Ejiofor, Anthony Mackie, Kate Winslet, Aaron Paul, Clifton Collins Jr. og fleiri.

Hér má sjá eitthvað af þessum leikurum, velslípuðum og glampandi, í kvótfylltum karakterplakötum.

Sum þeirra eru skárri en önnur.

Triple-9-Aaron-Paul-Large_1200_1779_81_s

Triple-9-Anthony-Mackie-Large_1200_1779_81_s

Triple-9-Woody-Large_1200_1779_81_s