Blade Runner 2049 var frumsýnd í 63 mörkuðum víðs vegar um heiminn um helgina. Hún tók fyrsta sæti í 45 mörkuðum, þ.a.m á Íslandi. Aðrar frumsýningar á Íslandi voru myndirnar My Little Pony og Personal Shopper. Það er afar ólíklegt að áhorfendahópar þessara þriggja mynda hafi skarast mikið að. Nema þú sért fjölskyldumaður.

Búist var við 40-50 milljón dollara opnun vestanhafs fyrir Blade Runner. Það reyndist ekki og myndin tók einungis inn 31.5 milljón dollara sem verður að teljast ansi slæmt fyrir mynd sem kostaði meira en 150 milljónir. Á heimsvísu gekk myndinni örlítið betur og tók samtals in 50.2 milljónir þar. Bretlandsmarkaður var hvað duglegastur að sjá myndina en hún halaði inn 8 milljónum þar. Vonandi nær myndin að halda sér á floti næstu vikurnar enda um virkilega metnaðarfulla og djúpstæpa mynd að ræða.

Opnunin á Íslandi segir svipaða sögu. 4712 manns hafa borgað sig inná myndina frá upphafi sýninga. Þrátt fyrir að vera ekki framúrskarandi opnun eiga myndir það frekar til að vera langlífari hérlendis en í Bandaríkjunum þar sem þær geta verið mjög “frontaðar”, þ.e. mesti peningurinn græðist í upphafi sýninga.

Undir trénu heldur áfram að standa sig vel. Rúmlega 33 þúsund manns hafa borgað sig inná hana og féll aðsóknin einungis um 28% milli vika. Eftir fimm vikur í kvikmyndahúsunum situr hún enn í þriðja sæti. Kingsman: The Golden Circle og Lego Ninjago koma næst og hafa báðir staðið sig ágætlega með tæplega 20 þúsund og 12 þúsund áhorfendur hvor.

mother! hefur fengið til sín 2300 gesti en það virðist sem hennar vegferð sé að ljúka enda fóru bara 147 manns á hana um helgina. Því mælir vefurinn með að skella sér á hana áður en hún hverfur úr bíósölum landsins.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort Blade Runner hafi einhverja leggi en hér má sjá fimm efstu myndirnar í aðsókn seinastliðnu helgi. Farið er eftir gróða, ekki aðsóknarfjölda.

1. Blade Runner 2049 – 4412 manns
2. My Little Pony – 2510 manns
3. Undir trénu – 1530 manns
4. Kingsman: The Golden Circle – 1855 manns
5. Lego Ninjago Movie – 2410