„Few escape justice. None escape vengeance.“

Fyrir þessa mynd hafði Mel Gibson ekki leikið í kvikmynd síðan 2004. Allur tími Mel G þessi ár hafði farið í að leikstýra Apocalypto og The Passion of the Christ, plús auðvitað smá vesen heima fyrir. Gibson er ekki fullkominn en hann er fjandi góður leikari. Sérstaklega í myndum þar sem hann leikur særða persónu eins og í Braveheart og Lethal Weapon. Í þessari mynd leikur hann löggu sem rannsakar morð dóttur sinnar og markmiðið er fyrst og fremst hefnd. Ray Winstone kemur sterkur inn sem dularfullur gaur sem stýrir Gibson í réttar áttir og Danny Huston er líka með þétt aukahlutverk.
Þessi mynd er gerð eftir sjónvarpsseríu frá 1985 sem Martin Campbell leikstýrði líka. Sagan er sú sama í grófum dráttum en er aðeins uppfærð í samræmi við 11. september og allt það. Þessi mynd er ekkert meistaraverk en hún er nokkuð solid tryllir og fín afþreying. Gibson er flottur og myndin heldur vel athygli áhorfandans.

„You had better decide if you’re hanging on the cross, or banging in the nails.“

Leikstjóri: Martin Campbell (GoldenEye, Zorro 1-2, Casino Royale)