Ask me anything (AMA) þráðurinn á reddit er einn vinsælasti vettvangurinn í dag til að svara spurningum almennings um ýmis málefni. Hver sem er getur spurt og hver sem er getur boðað sig fram í „viðtal“.

Edgar Wright tók nýlega þátt til að kynna Baby Driver og fórum við yfir bestu spurningarnar. Hann varaði spyrjendum þó við að hann væri algjörlega ósofinn og gætu því sum svörin verið aðeins skrítnari en önnur. Kíkjum á þetta.

 

Hæ Edgar. Youtube þátturinn „Every frame a painting“ (sem er snilld, tékkið á honum hérfór yfir það hversu góður þú ert að framkvæma sjónræna brandara frábrugðið mörgum bandarískum myndum sem reiða sig algjörlega á munnlega, skrifaða, brandara. Spurningin mín er hversu mikið spáirðu í þessu þegar þú skrifar handritið? Er þetta meðvitað hjá þér að reyna blanda bröndurunum inn í leikstjórnina?

EW : Sumt af þessu er í handritinu en flest er í storyboardinu. Ég geri þetta af þeirri þrá að ná sem mestu úr hverri mynd. Sjónrænir og munnlegir brandarar, fyndin klipping, myndataka o.s.frv. 

 

Hæ Edgar, Point Break eða Bad Boys 2 ?

EW : Point Break. Bigelow power.

 

Hæ ég er með þrjár spurningar fyrir þig.
1. Commentary-ið hjá þér og Tarantino á Hot Fuzz var snilld, er eitthvað annað commentary með tveimur aðilum sem þú mælir með?
2. Finnst þér kvikmyndaverin skipta sér of mikið af leikstjórunum og þeirra sýn, og heldurðu að það sé erfitt að búa til frumlega mynd í dag?
3. Hver var síðasta mynd sem þú sást sem þú óskar að þú hefðir sjálfur leikstýrt?

EW:
1. Kurt Russell og John Carpenter eru alltaf skemmtilegir saman.
2. Ég held að þetta hafi alltaf verið svona, við fréttum bara miklu meira af því núna.
3. Gravity

 

Baby Driver er fyrsta myndin sem þú leikstýrir í Bandaríkjunum, saknaðiru eitthvers frá Bretlandi?

EW : Ég saknaði þess að fá ekki pakka af Jaffa Cakes [innskot penna : þetta eru víst jaffa cakes]. Hins vegar elskaði ég að bæta ekki á mig nokkrum kílóum útaf þeim.

 

Ég rakst á myndirnar þínar fyrir 7-8 árum síðan og gjörsamlega dýrka allt efnið þitt. Baby Driver var svo virði þessara margra ára biðar. Mig langaði að þakka þér fyrir myndina, hún var mergjuð og algjört hljóð-klám. Hvernig gekk að hljóðvinna myndina?

EW : Ég er búinn að vinna með sama hljóðteymi síðan Shaun of the Dead. Þetta er mikil og góð samvinna á milli mín, klipparans, hljóðteymisins og upptökumannsins. 

 

Ég horfi á Hot Fuzz svona einu sinni í viku. Myndirnar þínar eru fullkomlega klipptar. Hversu mikið af því er þér að þakka?

EW : Ég vinn með frábærum klippurum, en ég mæti á hverjum degi þegar það er verið að klippa myndina.

 

Jamie Foxx var frábær í myndinni. Hvernig datt þér í hug að ráða hann í þetta hlutverk og hafði vinátta þín við Quentin Tarantino einhver áhrif?

EW : Ég var alveg viss um að hann yrði frábær í þetta hlutverk en ég var mjög óviss um hvort að hann myndi vilja taka það að sér. Hann elskaði handritið og QT gaf mér góð meðmæli. Ég get líka stoltur sagt að QT finnst þetta ein besta frammistaða Jamie Foxx.

 

Hvernig ferðu að því að gera svona frumlegar geiramyndir sem vitna jafnframt rosalega mikið í eldra efni sem þú elskar?

EW: Þetta snýst um að finna nýtt sjónarhorn á efni sem allir þekkja. Í Shaun var þetta spurning um að segja rómantíska ástarsögu í zombie mynd. Í Baby Driver var ég að gera vel þekkta heist formúlu út frá sjónarhorni tónlistarunnanda. 

 

Þú hefur svo rosalega þekkingu á kvikmyndum, hvaða myndir værirðu til í að fleiri myndu sjá og vita um?

EW : The Last of Sheila, The Driver og The Super Cops (1973)

 

Ef þú ættir illan tvíbura sem væri líka leikstjóri og myndi heita Edgar Wrong, hvernig myndir myndi hann gera?

EW : Farðu að sofa.

 

Wright svaraði fleiri spurningum svo fleiri spurningum sem má finna hér. Nýjasta myndin hans Baby Driver er í bíó og er gaman að segja frá því að við gjörsamlega dýrkuðum hana. Dóminn okkar má finna hér.