Allir sem kunna að meta tilraunarsemi og ferska nálgun í kvikmyndagerð hafa líklegast tekið eftir því hvernig breski leikstjórinn Edgar Wright tæklar „sjónrænt“ grín (þ.e. visual comedy) og almenn upplýsingaskil, oft með úthugsuðum klippingum, hljóðeffektum, römmum eða tónlist.

Hér má sjá litla vídeó-ritgerð sem stúderar aðeins listina á bakvið það að útbúa fersk ‘visjúal’ grín og í senn fjölbreyttan stíl Wrights; hvernig hans litlu taktar hafa stór áhrif og hvers vegna þessi tiltekni kvikmyndagerðarmaður skarar fram úr mörgum öðrum. ( …og af hverju fólk ætti að vera súper-spennt fyrir Baby Driver)