“Real men don’t settle for bronze.”
Early Man er þriðja kvikmynd Nick Park í fullri lengd en hann er þekktastur fyrir Wallace and Gromit þættina og hinar tvær myndirnar hans The Curse of the Were-Rabbit og Chicken Run. Þær myndir eru báðar frábærar svo ég var nokkuð vongóður með þessa. Mér finnst nokkuð hressandi að sjá alvöru leirmynd á tímum þegar allar barnamyndir eru tölvuteiknaðar. Myndin er vel gerð eins og búast mátti við en handritið olli mér vonbrigðum.
Myndin virðist vera eingöngu gerð fyrir yngstu börnin en lítið er hugsað um foreldrana. Sagan fjallar um steinaldarmenn sem mæta bókstaflega innrás bronsaldarinnar og þurfa að verjast með því að ….spila fótbolta. Sagan er mjög fyrirsjáanleg og persónur allar meira og minna steríótýpur. Krakkarnir voru ánægðir en mér fannst mikið vanta upp á til að myndin gæti staðist samanburð fyrir fyrstu tvær myndir leikstjórans.
“The age of stone is over. Long live the age of bronze.”
Leikstjóri: Nick Park (The Curse of the Were-Rabbit, Chicken Run)