Alex Garland er einn skemmtilegasti penninn í Hollywood í dag með myndir á ferilskránni eins og: Sunshine, 28 days later, Dredd og síðast en ekki síst Ex Machina sem hann leikstýrði einnig. Einmitt í þeirri mynd kynntust þeir Garland og Oscar Isaac og þeir hafa ákveðið að halda samstarfinu áfram í sci-fi epíkinni Annihilation. Isaac kemur þegar inn í safaríkan leikhóp sem samanstendur af Natalie Portman, Jennifer Jason Leigh, Ginu Rodriguez (Jane the Virgin) og Tessu Thompson (Creed).

southern_reach_trilogy

Annihilation er fyrsta kvikmyndin í áætluðum kvikmyndaþríleik eftir Southern Reach bókunum eftir Jeff VanderMeer. Þessi bókaþríleikur fjallar um dularfullt, fjarlægt og aflokað svæði sem er þekkt sem Area X. Í 30 ár hefur Area X verið merkt af stjórnvöldum sem umhverfishættusvæði þrátt fyrir öll ummerki um hið gagnstæða. Allan þann tíma sem Area X hefur verið lokað af hefur leyniþjónusta sem er kölluð Southern Reach verið að fylgjast með svæðinu og sent inn leiðangra til að komast að sannleikanum. Sumir leiðangranir hafa orðið fyrir hræðilegum hlutum. Aðrir hafa lýst yfir að allt sé venjulegt. Núna á allt að breytast þar sem næsti leiðangurshópur á að ná árangri þar sem hinir hafa brugðist. Hvað er að gerast á svæðinu? Hvað er hið sanna eðli ósýnilegu landamæranna sem umlykur svæðið?

Natalie Portman mun leika líffræðing sem vill finna svör um hvarf eiginmanns síns sem hvarf í fyrri leiðangri. Hún og samstarfsfólk hennar uppgötva fljótt þó að svæðið lítur út fyrir að vera friðsælt er það örugglega ekki og allt lítur út fyrir að það er verið að leika sér að þeim.

Annihilation fer í tökur á komandi mánuðum og meigum búast við henni seinni hluta 2017. Miðað við leikaranna og söguþráðinn megum við búast við upplifun sem verður talsvert tilhlökkunarefni hjá unnendum geirans.