Það hafa eflaust margir beðið með kláða í buxunum eftir væntanlegu Warcraft epíkinni sem kemur á næsta ári, en aðstandendur hennar hafa loksins verið svo vænir að sleppa á okkur trailer fyrir flykkið. Í honum sjáum við hina gullfallegu tölvugrafík orkanna og ágætu (eh..?) brellur mannabyggða þar sem heimarnir tveir mætast í blóðugu stríði. Vonarneisti um sátt og samlyndi brennur í gegnum trailerinn allan og virðist saga myndarinnar treysta verulega á þessa dýnamík óvinanna.

 

Eins og vonandi flestir vita situr sci-fi undrabarnið (heh?) Duncan Jones í leikstjórastólnum og binda margir væntingarnar við að hann leyfi þessari sögu að blómstra á hvíta tjaldinu, en nú er bara spurning um að bíða og vona; enda situr myndin í eftirvinnsluferlinu fram að júní næstkomandi.

Biðin verður kannski ströng, en Jones hefur lofað að vinna hart að nýrri sci-fi mynd í millitíðinni að nafni Mute og virkar sem systramynd Moon. Já, takk!!

Warcraft er svo væntanleg eins og áður var sagt í júní á næsta ári.