„The killer’s weapon – A 40 ton truck.“

Duel er merkileg mynd fyrir þær sakir að hún er fyrsta mynd Steven Spielberg. Það er gaman að sjá ungan og hæfileikaríkan leikstjóra leggja allt í sölurnar til að gera einfalda mynd framúrskarandi. Sagan er eins einföld og hægt er að hugsa sér. Snaróður vörubílstjóri (einhver Sturlu týpa, alveg sturlaður) eltir ókunnugan mann og reynir að drepa hann. Þessi mynd er hrá en mjög góð. Myndatakan er flott og frumleg og Spielberg nær að byggja upp raunverulega spennu. Góð byrjun hjá meistaranum.

„If you don’t like our service, bite me.“

Leikstjóri: Steven Spielberg (Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark, E.T.: The Extra-Terrestrial, Jurassic Park, Schindler’s List, Saving Private Ryan, Munich, Ready Player One)