…ekki núna á sunnudaginn þó, heldur 6. mars.

Philip-Seymour-Hoffman-as-Brandt-in-The-Big-LebowskiSvartir sunnudagar hafa verið í smá pásu núna vegna Stockfish en koma sterkir aftur inn í fögnuðinn á nýjustu mynd Coen-bræðrana, Hail Caesar, sem var frumsýnd seinustu helgi (og fantagóð!). En The Big Lebowski er aftur á móti mynd sem þarf barasta ekki á neinni kynningu að halda – nein staðar.

Annars er alltaf þess virði að upplifa kúltúrs-költ klassíkina í margmennisstemningu og skála með Þeim Svala eða kvóta samstundis með frösum hans eða félaga hans. Ef ekki er alltaf hægt að finna sér tilefni til að glotta eins og meistari Hoffman heitinn yfir farsaganginum sem hefst allur á einni mottu, þessari sem virkilega batt herbergið saman hjá vesalings Dúddanum.

Fínt að tryggja sér miða tímanlega. Gæti orðið pakkað.