„They’re so bad at being bad… but so much worse at being good!“

Ég hef aldrei séð þættina sem þessi mynd er gerð eftir en Tom Hanks og Dan Aykroyd eru einfaldlega stórkostlegir sem Pep Streebeck og Joe Friday. Ekki sakar að sjálfur Christopher Plummer leikur stórt hlutverk og er gott jafnvægi á móti þessum tveimur jólasveinum. Sambandið á milli Streetback og Friday er alveg óborganlegt. Eins og í t.d. Men in Black og Leathal Weapon er einn reynslubolti og einn nýliði sem þurfa að vinna saman. Fyrst þola þeir ekki hvorn annan en svo verða þeir vinir. Algjör formúla en það svínvirkar samt sem áður.

„Ma’am, what is the approximate dry weight of the average Madagascan fruit tree bat?“

Leikstjóri: Tom Mankiewicz (Delirious)