„The story of the strangest passion the world has ever known!“

Þessi útgáfa af Dracula fylgir sögu Bram Stoker náið og nær að skapa mjög drungalegt andrúmsloft. Myndin er bara 75 mínútur og þjáist í raun fyrir það. Eins frábær og Lugosi er sem greifinn langaði mig í meira. Útgáfa Francis Ford Coppola frá 1992 er stundum gagnrýnd en hún bætir einmitt upp það sem virðist vanta í þessa, þ.e. hún fer ítarlega í söguna og gerir betur grein fyrir persónunum. Þessi mynd er orðin 86 ára og það ber að horfa á hana með það í huga. Sem klassísk hryllingsmynd er hún klárlega ein af þeim bestu og mikilvægustu. Dracula er hugsanlega frægasta illmenni kvikmyndasögunnar og stór hluti af þeirri ástæðu er Bela Lugosi.

Þegar ég horfði á þessa mynd var mér hugsað til Martin Landau sem lést nýlega, en hann lék Lugosi eftirminnilega í Ed Wood. Frábær leikari.

„I don´t drink….wine“

Leikstjóri: Tod Browning & Karl Freund