„We are meant for something bigger.“

Downsizing er mynd sem mig langaði að sjá um leið og ég sá sýnishornið. Hugmyndin er bara svo góð. Hvað ef það væri hægt að minnka þig niður í 12 cm og þú gætir lifað eins og kóngur á litlum aur. Möguleikarnir eru endalausir líkt og skoðað var aðeins í myndum eins og The Incredible Shrinking Man og Honey I Shrunk The Kids. Hér er byggður mjög skemmtilegur heimur og það er gaman að taka ferðalagið inn í hann en hvernig er dvölin?

Ég hafði mjög gaman af þessari mynd en það er fyrst og fremst hugmyndinni og heiminu að þakka. Það hefði verið hægt að gera svo miklu meira en það er það sem er svo svekkjandi. Heimurinn býður upp á svo miklu meira, eins og t.d. Ant Man gaf vísbendingu um. Þessi mynd er meira og minna dramatísk saga um mann í tilvistarkreppu. Hún er alveg þess virði að kíkja á en er svolítið glatað tækifæri engu að síður.

„Okay, maybe sometimes I’m a little bit asshole, but the world needs assholes. Otherwise where would shit go out.“

Leikstjóri: Alexander Payne (About Schmidt, Sideways, The Descendants, Nebraska)