Johnny Depp hefur gefið okkur enn eitt undarlega hlutverkið, í þetta sinn sem auðkýfingurinn og erkifíflið Donald Trump í Funny or Die myndinni The Art of the Deal: The Movie.

Myndin er byggð á sjálfsævisögu Trump sem kom út á sínum tíma í fornöld og myndin tekur þemað með sér alla leið.

Stórfurðuleg, stórskrýtin en samt svo skemmtileg enda hægt að rökræða hvor eigi litríkari karaktera: Depp eða Trump. Myndin hefur verið birt á netinu og má sjá á vefsíðu Funnyordie en ef þið tímið ekki 50 mínútum þá er trailerinn líka eitthvað til að melta. Þið finnið hann hér.