TomCruiseheroSkrímslaheimurinn á vegum Universal-kvikmyndaversins er gæluverkefni stúdíósins og Alex Kurtzman, þar sem Marvel er búið að sýna það engin mynd má vera stök lengur.

Skrímslaheimurinn byrjaði á Dracula Untold (2014) og á næsta ári fáum við næstu myndina í heiminn sem er endurgerðin á Mummy og mun bera heitið The Mummy (tískan í dag er auðvitað að bæta greini við alla titla) með Tom Cruise og Sofiu Boutella í aðalhlutverkum. Við fengum að vita aðeins meira um heiminn um daginn eða um manninn sem barðist við Dracula, Van Helsing.

HitFix var að taka viðtal við annan handritshöfund Van Helsing, Eric Heisserer, um nýjustu mynd hans, Lights Out, og þeir gátu ekki hamið sig og spurðu hann um hvernig þeir ætluðu að tækla karakterinn í nútímaheimnum og svarið þeirra var einfalt:

„I can only say that early on, our inspiration for his behavior and his mannerisms was all in Mad Max (Fury Road)“.

Þegar þú ætlar að fá lánað úr einhverri mynd þá er nýja Mad Max ekki slæmur kostur en ekki er vitað hvort hann var að meina á Van Helsing myndin á að vera jafn brútal og hasardrifinn og Fury Road eða karakterinn vera jafn þögull og harður og Max Rockatansky. Fyrir þessa spurningu þurfum við líklegast að bíða til ársins 2020.

Smá fróðleikur en Tom Cruise átti fyrst að leika Van Helsing en ákvað að gera The Mummy í staðinn. Hvort það var góð ákvörðun fáum við að vita á næsta ári.