Nú fer að líða að bíóaðlöguninni á hinni skrautlegu bók eftir Seth Grahame-Smith, Pride & Prejudice & Zombies. Myndin er væntanleg í febrúar. Vonum nú innilega að þetta heppnist ekki eins brussulega og seinast þegar höfundurinn fékk aðra sögu sína sprengda upp á bíótjaldið, þ.e. Abraham Lincoln: Vampire Hunter.

 

Leikstjóri myndarinnar er Burr Steers, sem gerði m.a. Igby Goes Down, 17 Again og Igby Goes Down og með helstu hlutverkin fara Lily James, Lena Headey, Matt Smith, Douglas Booth, Bella Heathcoat, Sam Riley og Charles Dance.

 

Og nei, annað en einhverjir hafa haldið í gegnum tíðina, þá er þetta ekki grín-splatter.