“He will slither into your soul.”

The Devil’s Candy er 79 mínútna gullmoli beint frá Kölska inn á stofugólfið okkar. Myndin fjallar um litla fjölskyldu sem kaupir draumahúsið sitt við lítinn bæ í Texas. Fjölskyldufaðirinn starfar sem listmálari en fljótlega verður ljóst að nýja húsið fer að hafa bein áhrif á verk hans. Húsið góða á sér einhverja slæma sögu sem fer smám saman að koma í ljós eftir heimsókn frá fyrrverandi íbúa.

Þetta er stutt en áhrifarík hryllingsmynd, ein sú besta á árinu. Myndin gefur áhorfandanum lítinn tíma til að anda en tekst samt á einhvern hátt að skapa góðar persónur. Þrátt fyrir yfirnátturlega atburði er myndin jarðbundin, svo auðvelt er að tengja við hana. Bíðið til kl. 23, lækkið í ljósunum og bjóðið þessari í heimsókn.

“He uses us to carry out his unspeakable deeds. For we are his pawns, we are his demons on Earth. We satiate his hunger. If you have the slightest bit of greed in your heart, he will turn it into an avalanche. He will slither into your soul.”

 

Leikstjóri: Sean Byrne (The Loved Ones)