“It´s time we knew.”

Detroit er nýjasta kvikmynd ofur leikstýrunnar Kathryn Bigelow sem virðist ekki hræðast neitt viðfangsefni. Hér ræðst hún á sanna sögu um ofbeldi og kynþáttafordóma sem áttu sér stað árið 1967 í Detroit. Myndin er vel gerð og vel leikin en efnið er þannig að áhorfið er erfitt og ekkert sérstaklega ánægjulegt. Það er hreinlega erfitt að horfa á þessa mynd og ég get sagt með fullri vissu að ég mun ekki leggja í hana aftur. Samt mikilvægt saga og flott kvikmynd. Nú þarf ég að horfa á Seinfeld eða eitthvað til að lyfta mér upp aftur.

“I’m just gonna assume you’re all criminals.”

Leikstjóri: Kathryn Bigelow (Near Dark, Point Break, Strange Days, The Hurt Locker, Zero Dark Thirty)