“Oh brother.”

Despicable Me, eða Aulinn ég, bálkurinn er með skemmtilegri teiknimyndaseríum. Þetta eru myndir sem ég get alveg horft á með krökkunum án þess að dotta, en ég gat ekki sagt það sama um t.d. Trolls eða Sing. Þegar hér er komið við sögu er Gru orðinn njósnari fyrir góðu gæjana og uppgvötar að hann á tvíburabróður sem flækist svo inn í líf hans.

Myndin er fyndin, hröð og full af fjöri. Skósveinarnir eru á sínum stað, en ég hefði þó viljað aðeins meira af þeim. Myndin er full af brjálaðri tækni og skemmtilegum eltingaleikjum og nýja illmennið (gaurinn með axlapúðana) er mjög vel heppnað. Þessi olli ekki vonbrigðum.

“Oh, I love this guy! Look at him! But hair would make you better.”

Leikstjórar: Kyle Balda, Pierre Coffin, Eric Guillon