Það er furðulegt að hugsa til þess að grínmyndin Zoolander skuli vera orðin næstum því 15 ára gömul. Vitgranna karlmódelið á sér marga dygga aðdáendur sem hafa í áraraðir kvótað myndina út í eitt (línan með finnsku dvergana nær mér alltaf!) og hafa umræður um framhald verið í gangi síðan áður en Along Came Polly kom út.

Ekkert varð að veruleika fyrr en bara rétt á þessu ári og nú fer framhaldsmyndin öll að koma til og lítur dagsins ljós (með glænýjum svip?) næstkomandi febrúar. Ekki nema þrír mánuðir til stefnu og enn ekki kominn kjötaður trailer. En tvö kynningarplaköt og ein kitla ætti alveg að koma okkur aðeins í kollinn á Derek Zoolander þangað til.

dere

owen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ben Stiller er að sjálfsögðu snúinn aftur í leikstjórasætið og lætur ekki bjóða sér upp á annað en að hlaða myndina með stórfrægum leikaranöfnum auk þeirra karaktera sem fólk ætti þegar að þekkja. Þar á meðal eru Christina Taylor (sem Matilda), Will Ferrell (Mugatu), Billy Zane (sem… Billy Zane) og að sjálfsögðu Owen Wilson sem gufuhausinn Hansel. Tíminn mun leiða það í ljóst hvort Hansel sé enn þá „So hot right now!“