“Dirty jobs. Dirty cops.”

Ég hafði mínar efasemdir um þessa,ég meina 50 Cent er í henni. Það verður hinsvegar að viðurkennast að þetta er fantagóð mynd. Den of Thieves er einhverskonar dekkri útgáfa af Heat þar sem löggurnar eru nánast jafn slæmar og illmennin. Gerald Butler er búinn að stera sig vel upp og nýtur þess í botn að vera graníthörð og spillt lögga. Sagan er frekar hefðbundin löggu og bófa en var talsvert betur skrifuð en ég bjóst við. Þeir sem hafa gaman af spennumyndum ættu klárlega að kíkja í Fylgsni þjófanna.

“I don’t bring my cuffs anyway.”

Leikstjóri: Christian Gudegast (frumraun leikstjóra)