Nicholas Winding Refn er svo sannarlega ekki allra (spyrjið bara annan hvern aðila sem sá Only God Forgives eða Valhalla Rising) en Daninn kann svo sannarlega að láta stöffið sitt stíllúkka og The Neon Demon virðist vera engin undantekning.

Trailerarnir ná að undirstrika stórfurðulega en lokkandi andrúmsloftið og þetta tiltekna ‘Redband’ sýnishorn bætir örlitlu meira báli á eldinn (‘hint, hint’) og sýnir að vægðalaust ofbeldi gæti leynst við hvert horn í þessari sögu.

Og eitt annað:

Hæ, Keanu Reeves! Gaman að sjá þig þarna.

 

Með aðalhlutverkin fara Elle Fanning, Christina Hendricks, Bella Heathcote, Jena Malone, Keanu, Alessandro Nivola og Desmond Harrington.

Ekki er vitað hvort myndin komi í bíó á Íslandi* en hún er væntanleg vestanhafs í júlí.

 

*(teljum það reyndar fjári ólíklegt)