“This ain’t no pleasure cruise.”

Deep Rising er hreinræktuð 90’s guilty pleasure hasar skrímslamynd. Hún er ekki alveg í sama klassa og Predator og Aliens, en þeir sem fýla svoleiðis myndir munu 100% skemmta sér yfir þessari. Við erum með hóp af harðjöxlum sem eru ekki hetjur heldur sjóræningjar. Þeir ráðast inn í skemmtiferðaskip en komast fljótlega að því að það er troðfullt af risastórum skrímslum. Skrímslin sjálf eru skemmtilega hönnuð og öðruvísi en allt annað sem ég hef séð. Þau gleypa þig en éta ekki, heldur drekka þau þig lifandi og spýta út beinagrindinni. Frábær þynnkumynd!

“This is turning out to be one hell of a day.”
 

Leikstjóri: Stephen Sommers (The Mummy, Van Helsing)